Grísk goðafræði var trú Forn-Grikkja. Grikkirnir túðu á fjölmarga guði og gyðjur sem þeir tilbáðu og áttu margar sögur af. Alþjóðlega heitið á goðafræði er myþologia og alþjóðlega orðið yfir goðsögu er myþa og er af grískum uppruna. Goðafræðin fjallar um menn eftir dauðann, útskýringar á náttúrufyrirbærum sem enginn átti svör við, sköpun manna og heims, og af hverju lífið er eins og það er. Sagt er að Guðirnir hafi verið skapaðir svo að fólk gæti kennt þeim um ef eitthvað færi úrskeiðis. Sögurnar bárust frá mönnum til manna yfir mjög stór landssvæði. Goðafræðin hjálpar nútímamanninum að skilja hugsunarhátt listamanna , málara, skálda og myndhöggvara sem fengu innblástur úr goðafræðinni. Goðafræðin myndaðist mjög snemma og segir frá takmarkaðri þekkingu manna á heiminum á þeim tíma. Fremstu guðir Grikkja voru kallaðir Ólympusguðir og bjuggu á Ólympusfjalli nyrst í Grikklandi og er á mörkum Makedóníu og Þessalíu. Fjallið var ókleyft á þeim tíma enda 3000 metra hátt. Tindar fjallsins voru huldir þoku og náðu til himins þar sem Grikkir töldu helstu guðina búa. Ólympusguðirnir voru tólf talsins og meðal þeirra eru fjögur þeirra sex systkina sem tóku völdin af Títönum við upphaf heimsins. Það voru þau Seifur, Hera, Pósedon og Demeter. Síðar bættust við átta guðir og gyðjur, Ares og Hephaestus sem voru synir Seifs og Heru. einnig voru þar Aþena, Apollon, Artemis, Afródíta, Hermes og Díonýsos. Hver og einn guð hafði sín einkennistákn, kosti og ókostu og voru ólíkir eins og þeir voru margir.
Trú Forn-Grykkja
Roberto Lorenzi
