Ares
Ares var annar sonur Seifs og Heru, hinn var smíðaguðinn Hephaestus. Ares var guð stríðs, hugrekkis, ofbeldis og reiði. Hvorki var hann vinsæll meðal guða né manna. Hann lét sig litlu varða hvort hann ynni bardaga eða tapaði, aðeins að nægu blóði yrði úthellt og þótti hann fremur einfaldur guð. Einkenni hans voru spjót og hjálmur. Í Trjójustríðini studdi Ares Trójumenn gegn Grikkjum. Hann særðist í bardaga við gyðjuna Aþenu sem stóð með Grikkjum. Meðal hetjudáða hans var að drepa hættulega risann Ekhidnades. Ares átti í ástarsambandi við ástargyðjuna Afródítu en hún var gift bróður hans. Þegar fyrverandi sólarguðinn Helíos sagði Hephaestusi frá sambandi þeirra fangaði hann Afródítu og Ares í ósýnilegt net og hengdi það upp fyrir allra augum á Ólypustindi þeim til mikillar skammar. Dóttir Aresar var Harmonía, gyðja sáttar og samlyndis, einnig átti hann drengina Deimos og Fóbos. Heilög dýr hans voru eiturlöngur, hundar, villigeltir og hrægammar.
