top of page
Apollon
Apollo var álitinn sólarguð. Einnig guð spásagna og sannleikans, kveðskapar og tónlsitar, lækninga, ljóssins, spádóma, tærleika, íþrótta, fegurðar og vitneskju . Hann var sonur Seifs og Letóar, hann var tvíburabróðir veiðigyðjunnar Artemisar, sem var álitin mánagyðja. Tákn þeirra beggja var boginn og stundum var Apollon álitinn guð bogfiminnar. Sem lækningaguð var hann álitinn geta bæði læknað, verndað heilsu og sent sjúkdóma og plágur. Í Delfí var honum helguð véfrétt þar sem hann var einkum dýrkaður sem spádómsguð. Táknmynd hans sem sólarguð var lýra sem Hermes bjó til handa honum. Hann var talinn skegglaus mjög myndarlegur maður með sítt hár. Heilög dýr hans voru svanir, dádýr, söngtífur, ernir, hrafnar, krákur, refir og mýs.

bottom of page