top of page

Gyðjurnar

Hera

Hera var eiginkona Seifs og dóttir Krónusar og Rheu. Var hún verndargyðja hjónabandsins stundum kölluð gyðja fæðinga, brúðkaupa, erfingja, konunga og var húndrottning himnanna. 

Afródíta

Afródíta var gyðja ástar og fegurðar. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en var í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares. Átti hún með honum Amor, ástarguðinn.

Demetra er móðurgyðja og gyðja akuryrkju, dóttir Kronus og Rhea. Hún var  dýrkuð í eleysískum launhelgum og var dóttir hennar Persefóna numin á brott af Heidesi. 

Demetera

Aþena

Aþena er gyðja visku, menntunnar og hernaðarkænsku, dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar, en hana gleypti Seifur áður en hún átti Aþenu. Örlitlu síðar fékk hann agalegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans stökk þaðan Aþena í fullum herklæðum með kraftmiklu ópi. 

Hestia

Hestia var gyðja hlýju og heimilis, dóttir Cronusar og Reha, systir Seifs. Hún var elst Olympusguðanna. Hún var hrein mey. Það fór mjög lítið fyrir henni og átti Grikkirnir ekki margar sögur af henni

Artemis

Artemis var dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollos. Hún var gyðja veiða, náttúru og frjósemis, plágu, verndari barna og kvenna við barnsburð og einnig verndari villtra dýra. Hún verndaði ungar stulkur allt frá fæðingu þar til þær giftu sig.

bottom of page