top of page

Aþena

Aþena er gyðja visku, menntunnar og hernaðarkænsku, dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar, en hana gleypti Seifur áður en hún átti Aþenu. Örlitlu síðar fékk hann agalegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans stökk þaðan Aþena í fullum herklæðum með kraftmiklu ópi. Augu hennar voru grá og afskaplega hvöss. Einkenni hennar eru herklæði, skjöldur, ugla og ólífutré. Hún átti að hafa kennt mönnum að vefa og spinna, einnig skipasmíði. Af henni og sjávarguðinum Póseidónu lærðu mennirnir að temja hesta. Ólíkt stríðsguðinum Aresi hafði hún ekki ánægju af átökum, frekar vildu hún leysa friðsamlega úr deilum og vandamálum. Dæmi og góðmennsku hennar er þegar spámaðurinn Teiresías kom óvart að henni allsnakinni og Aþena sló hann blindu. Í stað sjónarinnar veitti hún honum skyggnigáfu og varð han eig mest spámaður sem forngrískar sagnir geta um.

bottom of page